Fór í loftið 7.9.2013

Um vefinn

Þessi vefur er ætlaður öllu starfandi fólki í kvikmyndagerð.

Hér geta kvikmyndagerðarmenn skráð sig, hvaða störfum þeir sinna og símanúmer. 

Tilgangurinn með síðunni er að auðvelda þeim leitina sem vantar starfsfólk eða samstarfsfólk og framleiðendur verkefna geta komið verkefnum sínum á framfæri.

Einnig verður síðan upplýsingamiðlun um kvikmyndagerð.

Starfsheitaskráin er á ensku til að ná yfir sem flest starfsheiti en einnig vegna þess að fjöldi fólks vinnur við erlend verkefni á hverju ári. Grunnur starfsheitaskrárinnar er af Wikipedia.org en þar er einnig lýsing á hverju starfsheiti fyrir sig. Þessi skrá er alls ekki tæmandi og eru allar ábendingar um starfsheiti vel þegnar og auðvelt er að bæta þeim við.

Fólk getur skráð sig undir eins mörg starfsheiti og þeim finnst hæfa, en ætlast er til þess að fólk sé hæft til og tilbúið að sinna þeim störfum sem það skráir sig í. Einnig er hægt að senda CV, slóðir á aðrar síður (td. imdb, Kvikmyndamiðstöð eða eigin vefsíður) og mynd; allt gerist þetta í gegnum skráningarformið. (sjá Skráning / Breyting ). Ef fólk vill leiðrétta eða breyta skráningunni sinni eftirá, þá er bara að senda nýtt skráningarform með nafni og þeim breytingum sem við á.

Það er ætlast til að þeir sem skrá sig gefi upp netfang en það fer ekki inn á síðuna heldur verður notað til að senda, þeim sem skrá sig, upplýsingar er varða síðuna. Netföng verða aldrei afhent þriðja aðila.

Þeir sem vilja koma verkefnum sínum eða öðrum upplýsingum eða ábendingum á framfæri. Sendu okkur línu á postur(hjá)kvikmyndagerdarmadur.is.

kvikmyndagerdarmadur.is er settur upp til að bregðast við þörf um skrá yfir kvikmyndagerðarfólk sem auðvelt væri að fletta upp í til að finna starfsfólk og samstarfsmenn. Einnig fyrir framleiðendur verkefna sem vilja setja fram upplýsingar um verkefnin sín sem þeir eru að leita eftir starfsfólki í. 

Vefurinn er settur upp af Ægi J. Guðmundssyni (Ljósaskipti ehf) og er hann jafnframt eigandi og umsjónarmaður vefsins.